Heim

Um okkur

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net hóf göngu sína á útvarpsstöðinni XFM 91.9 í febrúar árið 2005.  Þættinum stjórna Elvar Geir Magnússon og Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl Jónsson er málglaður maður með einstaklega mikinn áhuga á dómgæslu. Hann er 21 árs forfallakennari sem gat sér gott orð fyrir íþróttalýsingar á Útvarpi Sögu á sínum tíma og var með íþróttafréttir á ónefndri rokkstöð. Þá hefur hann "ófáa" pistlana skrifað fyrir Fótbolta.net og er svo sannarlega maður með skoðanir og stendur og fellur með þeim.

Elvar Geir Magnússon er 19 ára nemi sem stundar nám á fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Elvar á ekki langt að sækja knattspyrnuáhugann þar sem faðir hans hefur þjálfað marga þjóðþekkta knattspyrnukappa. Fjölmiðlaferill Elvars hófst hjá tónlistartímaritinu Sánd en hann hefur nú starfað sem ritstjóri Fótbolta.net í þónokkurn tíma og getið sér gott orð fyrir fáguð vinnubrögð og skemmtilegar greinar. Elvar er harður stuðningsmaður Inter.

© 2005 Fótbolti.net     Hönnun Design EuropA